12.05.2010 12:09

Vinur GK 96

Senn fer að ljúka endurbótum á bátnum Vinur GK 96, sem stórskemmdist í eldsvoða í Grófinni í Keflavík 30. júlí 2009. Búið er að endurbyggja bátinn og lengja og má segja að aðeins sé eftir að setja vélina niður í bátinn. Fyrir utan það er lítið eftir, að sögn forráðamanna Sólplasts ehf. í Sandgerði


  2477. Vinur GK 96 inni í húsi hjá Sólplasti ehf. í Sandgerði, eins og sést þá á eftir að setja rúðurnar í bátinn og eitthvað smávegis fyrir utan niðursetninguna á vélinni © mynd Emil Páll, 11. maí 2010


    2477. Vinur GK 96, eftir brunann í Grófinni, Keflavík © mynd Emil Páll, 30. júlí 2009


                2477. Vinur GK 96, brunninn © mynd Emil Páll, 30. júlí 2009


   2477. Vinur GK 96, í Grófinni, nokkrum dögum fyrir brunann mynd Emil Páll, í júlí 2009

Upphaflega af gerðinni Sómi 870 frá Bátasmíðju Guðmundar í Hafnarfirði frá árinu 2000, en mun nú telstast verða af gerðinni Sómi 990 frá Sólplasti ehf. Sandgerði.

Kom í fyrsta sinn í Grófina, föstudaginn 15. október 2004 og fór í sinn fyrsta róður, laugardaginn 30. október.

Endurbyggður og lengdur hjá Sólplasti ehf. Sandgerði eftir stórbruna í Grófinni, Keflavík 30. júlí 2009.

Nöfn: Rán SH 500, Rán GK 96 og núverandi nafn: Vinur GK 96