12.05.2010 08:13

Tryggvi Eðvarðs SH 2

Ef bornar eru saman efsta myndin sem tekin var af bátnum er hann kom í júní í fyrra til Sólplasts í Sandgerði og myndirnar sem teknar voru í gærkvöldi er hann koma aftur, sést að í fyrra sumar voru gerðar miklar breytingar á bátnum. Síðan þá hefur þetta verið aflasælt skip og borið að landi 1003 tonn og se, dæmi þar um þá kom hann með í síðasta róðri sem var í fyrra dag 14 tonn að landi.
Ekki verða miklar breytingar unnar á bátnum nú, en á mánaðartíma á snurfusa hann hér og þar og laga ýmisleg smávægilegt, en þó þannig að líti betur út. - Saga bátsins birtist fyrir neðan myndirnar.


    2579. Tryggvi Eðvarðs SH 2, er hann kom í fyrra til Sólplasts © mynd Emil Páll, í júní 2009


         2579. Tryggvi Eðvarðs SH 2, hjá Sólplasti í Sandgerði, í gærkvöldi © þrjár síðustu myndirnar, Emil Páll, 11. maí 2010

Af gerðinni Gáski 1120 frá Mótun ehf., Njarðvík á árinu 2003 og var í raun nýsmíði nr. 13 frá þeirri stöð.

Er smíði bátsins hófst var gert ráð fyrir að eigandi yrði Páll Jóhann Pálsson, Grindavík og báturinn fengi nafnið Daðey GK, en hætt var við það og fékk hann síðar annan bát frá stöðinni.

Sjósettur í Grófinni í Keflavík, laugardaginn 22. júlí 2003, en vegna óhapps við sjósetningu var hann tekinn á land á ný og síðar sjósettur aftur.

Miklar breytingar til hagræðis, m.a. nýtt skýli, lúga færð til o.m.fl. unnið hjá Sólplasti ehf., Sandgerði í júní 2009 og í gærkvöldi kom báturinn aftur til Sólplasts, en um það er skrifað hér ofar í færslunni.

Nöfn: Guðmundur á Hópi GK 204, Goði AK 62 og núverandi nafn: Tryggvi Eðvarðs SH 2.