01.05.2010 00:00

Gissur hvíti SF 1 / Húnaröst ÁR 150 / Húnaröst RE 550 / Húnaröst SF 550

Þessi stálbátur sem fór í gegn um ýmsar breytingar hérlendis endaði í pottinum, áður en hann náði 40 ára aldri.


              1070. Gissur hvíti SF 1 © mynd af netinu, ljósmyndar ókunnur


                1070. Gissur hvíti SF 1 © mynd af netinu, ljósmyndari ókunnur


                 1070. Gissur hvíti SF 1 © mynd í eigu Markúsar Karls Valssonar


            1070. Húnaröst ÁR 150 © mynd Emil Páll


      1070. Húnaröst ÁR 150 í yfirbyggingu í Njarðvíkurslipp © mynd Emil Páll, 1977


                         1070. Húnaröst RE 550 © mynd Svafar Gestsson


        1070. Húnaröst SF 550, í Greena, Danmörku © mynd úr safni Markúsar Karls Valssonar


      Niðurrifið hafið þ.e. endalokin á 1070. Húnaröst SF 550 © mynd úr safni Markúsar Karls Valssonar

Smíðanúmer 56 hjá Söndeborg Skipbswærft, Sönderborg Danmörku 1968 eftir teikningu Hjálmars R. Bárðarsonar. Endaði í pottinum i Greena, Danmörku í júlí 2004.

Stórviðgerð hjá Stál hf., Seyðisfirði, eftir að hafa farið á hliðina í Dráttarbraut Þorgeirs & Ellerts hf., Akranesi 1972. Lengdur og yfirbyggður 1977 hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur hf. Njarðvík og var fyrsti stálbáturinn sem lengdur var og yfirbyggður hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur hf. Lengdur síðan aftur 1989.

Lá í Hornafjarðarhöfn frá því á árinu 2000 og þar til hann fór í brotajárn til Danmerkur, í júlí 2004.

Nöfn: Gissur hvíti SF 1, Víðir NK 175, Húnaröst ÁR 150, Húnaröst RE 550 og Húnaröst SF 550.