30.04.2010 21:56

Rósin - nýr hvalaskoðunarbátur


                                     2761. Rósin © mynd Trefjar, apríl 2010

Sérferðir ehf í Reykjavík fengu nú í vikunni afhentann nýjan Cleopatra bát frá Bátasmiðjunni Trefjum í Hafnarfirði.
Framkvæmdastjóri Sérferða ehf er Friðfinnur Hjörtur Hinriksson.  Skipstjóri á bátnum verður Ingimar Finnbjörnsson. Nýi báturinn hefur hlotið nafnið Rósin og er 30 brúttótonn. Rósin er af gerðinni Cleopatra 50.

Báturinn hefur leyfi til farþegaflutninga í lengri og skemmri ferðir fyrir allt að 75 farþega. Farþegasalur er einnig útbúinn fyrir smærri veislur.  Fullbúinn eldunaraðstaða og veitingasala er um borð.  Sérferðir ehf hafa um nokkurra ára skeið sérfæft sig í fuglaskoðunarferðum og námsferðum fyrir grunnskólabörn á vegum Reykjavíkurborgar.  Með þessum nýja bát verður starfsemin víkkuð út og boðið upp á hvalaskoðunarferðir jafnhliða.


                                         2761. Rósin © mynd Trefjar, apríl 2010