30.04.2010 10:58

Grindjáni kominn í gagnið á ný

Fyrir nokkrum mánuðum varð það óhapp að skipverjar á Grindjána GK 169 sigldu á sker eða einhverjar grynningar að mig rámar í úti af Álftanesi og við það kom rifa á bátinn sem fylltist af sjó. Með aðstoð björgunaraðila tókst að koma bátnum til hafnar í Hafnarfirði þar sem dælt var úr honum og hann tekin á land til viðgerðar.
Nú er báturinn kominn úr þeirri viðgerð og tók ég þessar myndir af honum í gær í Grindavíkurhöfn.


 

     7325. Grindjáni GK 169 í höfn í Grindavík © myndir Emil Páll, 29. apríl 2010