05.04.2010 11:35

Hin Grindvísk ættaða snekkja Regína Del Mar

Það eru ekki margir sem vita það að mikil tengsld eru á milli snekkjunnar Regina Del Mar og Grindavíkur. Þó vita það sumir og hafa bent mér á það. Snekkja þessi var í samstarfi við Hafsúluna og Eldinguna á síðasta sumri en síðan lauk því samstarfi og eftir mikla yfirhalningu í Skipasmíðastöð Njarðvíkur var snekkjunni lagt í Grindavíkurhöfn þar sem hún er nú.
En hver eru tengslin? Jú, eigandi snekkjunnar er úr Grindavík og sá er meðal þeirra íslendinga sem gera út tvo íslensk smíðaða plastbáta, í Noregi. Reka Íslendingarnir útgerðarfyrirtæki í Noregi og eru eigendurnir frá Húsavík og Grindavík. Í desember sl. fengu þeir stóran og flottan bát frá Trefjum sem heitir Ásta B, og hófu þeir einmitt heimsiglinguna á því að sigla til Grindavíkur. Fyrir áttu þeir þá bátinn Saga K, sem Trefjar afhentu í febrúar 2008. Ekki held ég þó að þetta útgerðarfélag eigi snekkjuna, heldur sé hún einkaeign Grindvíkings úr hópnum.
         7660. Regína Del Mar, í Grindavíkurhöfn © myndir Emil Páll, 3. apríl 2010