01.04.2010 00:00

Addi afi GK 97 fluttur landleiðina á Drangsnes

Hér kemur myndasyrpan sem ég lofaði af Adda Afa GK 97 þar sem hann var hífður upp úr Sandgerðishöfn og settur á vagn. Kom fram undir færslunni að hann væri á leið á grásleppu, frá Drangsnesi og verður því fluttur landleiðina. Svolítið skondið þar sem í Njarðvík bíður bátur eftir að komast sjóleiðina á Drangsnes.
    2106. Addi Afi GK 97 hífður á vagn í Sandgerðishöfn © myndir Emil Páll, 31. mars 2010