28.02.2010 16:19

Þorleifur Rögnvaldsson ÓF 36 / Skálaberg ÞH 244 / Hlífar Pétur NK 15 / Freyja GK 364 / Röstin GK 120

Senever var gælunafnið sem þessi bátur fékk og er nánar sagt frá því hér fyrir neðan. Um er að ræða eikarbát frá árinu 1957, sem síðar var endurbyggður sem frambyggður bátur og er í raun til ennþá og var t.d. auglýst eftir áhöfn á hann fyrir nokkrum vikum. Mjög erfiðlega hefur gengið að komast yfir myndir af bátnum og því birtst aðeins myndir hér af 5 nöfnum en hann hefur borið 15 nöfn


                 923. Þorleifur Rögnvaldsson ÓF 36 © mynd Snorrason


                        923. Skálafell ÞH 244 © mynd Hafþór Hreiðarsson 1987


                                    923. Hlífar Pétur NK 15 © mynd batarogskip


                          923. Freyja GK 364 © mynd Hafþór Hreiðarsson


                         923. Röstin GK 120  © mynd Hafþór Hreiðarsson


                              923. Röstin GK 120 © mynd Hafþór Hreiðarsson


                 923. Röstin GK 120, í höfn í Sandgerði © mynd Emil Páll


                       923. Röstin GK 120, í höfn í Njarðvík © mynd Emil Páll

Smíðaður hjá Fredrikssund Skipsværf, Frederikssund, Danmörku 1957, eftir teikningu Egils Þorfinnssonar.

Meðan báturinn bar Ásmundarnafnið var hann tekinn  á leigu til smyglferðar til Belgíu, þar sem hann var fylltur af áfengi aðallega Seniver og var búið að skipa því í land hérlendis, er upp komst um málið.
Samkvæmt lögum er það flutningstæki sem flytur ólöglegan farm til landsins að stærstum hluta gert upptækt til Ríkissjóðs. Þó eigandinn í þessu tilfelli væri að öllu leiti saklaus varð Alþingi að gefa undanþágu frá þessu og voru sérstök lög þess efnis samþykkt frá Alþingi.
Eftir þetta var fékk báturinn gælunafni Seniver, sumir sögðu Seniver-báturinn, aðrir Seniverdallurinn og annað í þá veru.

Samþykkt var heimild 3. okt. 1994 til að úrelda bátinn, en af því varð þó ekki.

Báturinn hefur nú í nokkur ár legið við bryggju eftir að gírinn hrundi í honum. Fyrst í Sandgerði en eftir eigandaskipti var hann dreginn til Njarðvíkur. Þó margir telja að þar með séu dagar hans taldir, þá kom fram bjartsýnn aðili sem vildi gera hann út í vetur og auglýsti nú eftir áramót eftir áhöfn á bátinn. Ekkert hefur þó verið meira framkvæmt við bátinn nú, né unnið við gírinn.

Endurbyggður hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur 1976 - 1979 að verkið stöðvaðist. Í janúar 1982 var ákveðið að farga bátnum þar sem Fiskveiðasjóður vildi ekki fjármagna endurbæturnar á bátnum. Aldrei varð þó gert í málinu og hófust endurbætur aftur í júní 1984 og lauk þeim 17. febrúar 1985. Var hann þá m.a. yfirbyggður og breytt í frambyggt skip.

Nöfn: Þorleifur Rögnvaldsson ÓF 36, Ásmundur GK 30, Flosi ÍS 15, Sólrún GK 61, Símon Gíslason KE 155, Sigurður Þorkelsson ÍS 200, Skálaberg ÞH 244, Hlífar Pétur NK 15, Stakkanes ÍS 72, Gísli Júl ÍS 262, aftur Hlífar Pétur NK 15, Sunna Björg HF 87, Kolbrún ÍS 74, Freyja GK 364 og núverandi nafn: Röstin GK 120.