28.02.2010 00:00

Sóley ÍS 225 / Sóley ÁR 50 / Þuríður Halldórsdóttir GK 94 / Kristbjörg ÞH 44 / Röst SK 17

Hér kemur eitt rúmlega 40 ára gamalt skip, sem hefur nánast farið hringinn í kring um landið, ef skoðaðar eru skráningarnar. Hófst á Vestfjörðum, þá Árnessýsla, aftur fyrir vestan, síðan Suðurnes, Húsavík og er nú á Sauðárkróki. Held þó að skipið hafi ekkert verið gert út í nokkur ár. Birtast hér myndir af öllum þeim nöfnum sem skipið hefur borið, fyrir utan eitt sem það bar í nokkrra mánuði, Kristbjörg II ÞH 244.


   1009. Sóley ÍS 225 © mynd af google, ljósm. ókunnur


                                  1009. Sóley ÍS 225 © mynd Snorrason


                             1009. Sóley ÁR 50 © mynd Snorrason


             1009. Þuríður Halldórsdóttir GK 94 © mynd Snorrason


                          1009. Þuríður Halldórsdóttir GK 94 © mynd Emil Páll


                  1009. Þuríður Halldórsdóttir GK 94 © mynd Hafþór Hreiðarsson


                           1009. Kristbjörg ÞH 44 © mynd Hafþór Hreiðarsson


                           1009. Kristbjörg ÞH 44 © mynd Hafþór Hreiðarsson


                            1009. Kristbjörg ÞH 44 © mynd Svafar Gestsson


                                     1009. Röst SK 17 © mynd Jón Páll


                              1009. Röst SK 17 © mynd Markús Karl Valsson

Smíðanúmer 262 hjá Lindstöls Skips & Batbyggeri A/S, Risör, Noregi 1966. Breytt í skuttskip á Ísafirði 1970. Yfirbyggður hjá Stálvík hf., Garðabæ 1986. Úreldingastyrkur samþykktur 12. jan. 1995, en hann ekki notaður.

Nöfn: Sóley ÍS 225, Sóley ÁR 50, aftur Sóley ÍS 225, Þuríður Halldórsdóttir GK 94, Kristbjörg II ÞH 244, Kristbjörg ÞH 44 og núverandi nafn: Röst SK 17.