23.02.2010 19:48

Þjóðaratkvæðagreiðsla um sjávarútvegsmál

Af vefnum Lífið í Sandgerði -245.is

23.2.2010 12:11:04
Stefnt að þjóðaratkvæðagreiðslu um sjávarútvegsmálin

Fjölmennur fundur í gærkvöldi á Vitanum


Finnbogi Vikar, Grétar Mar Jónsson, Eiríkur Stefánsson fundarstjóri, Jón Gunnar Björgvinsson og Lúðvik Kaaber sat inn í sal

Í gærkvöldi var fundur um sjávarútvegsmálin haldinn á Vitanum og voru nær 100 manns mættir á fundinn til að hlusta á frummælendur sem voru:

Finnbogi Vikar
Lúðvik Kaaber
Jón Gunnar Björgvinsson
Grétar Mar Jónsson

Til stóð að Jón Baldvin Hannibalsson væri einn af frummælendum en hann komst ekki vegna veikinda.

Þarna voru samankomnir áhugamenn um sjávarútvegsmál og stefnan tekin á að stofna samtök um auðlindir í almannaþágu og kröfurnar eru einfaldar, það er að Þjóðaratkvæðagreiðsla verði á núverandi fiskveiðastjórnarlögum.

Grétar Mar sagði í samtali við 245.is að fundargestir væru ánægðir með fundinn.  Nú er í gangi mikil undirbúningsvinna og má vænta þess á næstu dögum að stjórn verði kosin sem og undirbúningsnefnd sem hefur það markmið að safna 50-60 þúsund undirskriftum.


Einnig var þéttsetið í innri salnum á Vitanum

Myndir: Smári/245.is | lifid@245.is