22.02.2010 16:35

Verður áfram blár og mun heita Ósk KE 5

Vegna færslu hér fyrir neðan, hefur komið í ljós að Einar Magnússon fyrrum eigandi af Ósk KE 5 hefur keypt bátinn aftur af Stormi Seafood, en það fyrirtæki hafði meiri áhuga fyrir að eigast Geir KE 1 sem það hefur nú gefið nafnið Stormur KE 1. Geir KE 1 var áður í eigu fyrirtækis Einars. Ósk KE 5 verður því áfram blá og mun áfram bera það nafn og mun hið nýja fyrirtæki Einars, Ósk ehf., taka  formlega, aftur við bátnum á morgun.


                     1855. Ósk KE 5, er ekki á förum frá Keflavík © mynd Emil Páll