22.02.2010 14:52

Aðalstein Jónsson SU 11 sækir Elvar Aron til Keflavíkur

Skemmtileg saga átti sér stað í Keflavík í dag, er Aðalsteinn Jónsson SU 11 lagðist að bryggju og strákur að nafni Elvar Aron Daðason stökk um borð og síðan var farið frá bryggju. Elvar Aron er sonur Daða Þorsteinssonar 1. stýrimanns og annars af skipstjórum skipsins og því afabarn Þorsteins Kristjánssonar aðalskipstjóra skipsins og fékk að fara um borð, en skipið mun vera úti á Stakksfirði í nótt við að fullvinna afla og landa síðan í Hafnarfirði á morgun. Tók ég eftirfarandi syrpu við þetta tækifæri, en því miður bilaði hjá mér batteríið þegar stráksi stökk um borð og eins gat ég ekki af þeim ástæðum tekið mynda af Elvari Aron með afa sínum Þorsteini, en tók aftur á móti áður mynd af stráksa og þá líka með hinum afa sínum Bjarna Einarssyni.


     2699. Aðalsteinn Jónsson siglir fram hjá Stóra-Hólmi í Leiru í dag á leið til Keflavíkur


                    Hér siglir Aðalsteinn Jónsson SU 11 fram hjá Helguvík


                        2699. Aðalsteinn Jónsson SU 11 út af Vatnsnesi


                  2699. Aðalsteinn Jónsson SU 11 kominn á ytri höfnina í Keflavík


                                                     Elvar Aron Daðason


   Elvar Aron ásamt hinum afa sínum Bjarna Einarssyni © myndir Emil Páll 22. febrúar 2010