22.02.2010 14:46

Andvari, Golan eða Kaldi? Blár eða rauður

Í dag var aflaskipið Ósk KE 5 tekið inn í hús í Skipasmíðastöð Njarðvikur  og voru gárungarnir ekki lengi að koma með getgátur um að báturinn yrði orðinn rauður þegar hann kæmi út úr húsinu og nafn hans hugsanlega Andvari?, Golan? eða Kaldi? En tvennar sögur fara af því hvort eigendaskipti hafi orðið að bátnum eður ei og þá hvort Stormur Seafood eigi hann en þeir hafa mála báta sína rauða og gefið þeim nöfnin Blíða og Stormur KE.


      1855. Ósk KE 5, gerð klár til að renna inn í hús hjá Skipasmíðastöð Njarðvikur í dag © mynd Emil Páll 22. febrúar 2010