13.02.2010 13:01

Sólveig GK 311

Í gær birti ég mynd af bláum plastbáti og gömlum ónýtum trébáti á Norður-Flankastöðum í Sandgerði og sögu þeirra beggja. Gunnar Th. kom með skemmtilega umfjöllun fyrir neðan myndina og frásögina og því fannst mér réttast er ég rakst á mynd af eikarbátnum, meðan hann var bátur að bera myndina undir hann og fékk þessa umfjöllun til baka:

Þetta er sama Sjöfnin og ég hélt. Húsið er auðþekkt, en fyrir vestan var hún hvít á skrokkinn en brún ofan, og þessi skelfilegi guli litur víðs fjarri.


Að öðru leiti vísast í umfjöllunina í gær.


                         1657. Sólveig GK 311, í Sandgerði © mynd Emil Páll 1990