13.02.2010 00:00

Týr kom með á þilfari, Kristínu ST til Keflavíkur

Eins og fram kom fyrir nokkrum dögum tók varðskipið Týr það að sér að flytja trillubátinn Kristínu ST 61 frá Hólmavík til Suðurnesja. Kom skipið um sólarhring síðar til Keflavíkur þ.e. í gær, föstudag um kvöldmatarleitið. En nú er víst kominn nýr dagur þegar þetta er skrifað, þó aðeins séu nokkrir klukkutímar síðan skipið kom. Tók ég eftirfarandi myndasyrpu við það tækifæri, en flestar myndirnar eru teknar samkvæmt getu myndavélarinnar, þ.e. án flass, en þó voru aðstæður þannig að í örfáum tilfellum greip ég til nætursjónaukans á vélinni og þá komu þessar grænu myndir. Er þetta gert þar sem dimman var að taka yfirhöndina þegar Týr kom að bryggju í Keflavík.


   1421. Týr kemur að landi í Keflavík, með 5796. Kristínu ST 61, fyrir aftan þyrluskýlið


                       5796. Kristín við hliðina á léttbáti varðskipsins


                                  Kristín um borð í Tý við komuna til Keflavíkur


                                       Beðið eftir bílkrana til að hífa bátinn í land


           Hífing hafin yfir á vörubílinn sem flutti bátinn, þar sem hann verður geymdur


                                               Báturinn laus frá varðskipinu


     Hér er báturinn ásamt vagninum sem var undir honum að nálgast vörubílspallinn


   Hér er búið að slaka bátnum niður á bílpallinn © myndir Emil Páll 12. febrúar 2010