30.01.2010 13:32

Dagrún ÍS 9 / Ernir

Skip þetta var fyrsti skuttogarinn í eigu Bolvíkinga og var síðan breytt í vöruflutningaskip og að lokum selt úr landi og að ég held þá beri hann enn sama nafnið og hann bar hér sem vöruflutningaskip, en nú á erlendum vettvangi.


                                          1410. Dagrún ÍS 9 © mynd Þór Jónsson


                         1410. Flutningaskipið Ernir © mynd Þór Jónsson

Smíðanúmer 137 hjá S.I.C.C. Na, Chantiers Navals, St. Malo, Frakklandi 1974, sem skuttogari. Breytt í tveggja þilfara flutningaskip í september 2002 og varð þá í föstum áætlunarferðum með fisk milli Íslands, Færeyja og Skotlands. Fyrsta ferðin var í raun strax í september, er hann dró togarann Lindu í brotajárn til Danmörkur. Seldur til Úragvæ í júní 2005  og þaðan til Yemen í Suðaustur-Asíu einhverjum árum síðar og er þar ennþá. 

Kom til heimahafnar í Bolungarvík í fyrsta sinn 4. febrúar 1975 og var þá fyrsti skuttogarinn sem Bolvíkingar eignuðust.

Sleginn á nauðungaruppboði í okt 1999 og aftur á Patreksfirði sumarið 2004.

Nöfn: Dagrún ÍS 9, Ernir BA 29 og Ernir og heldur því nafni á erlendri grundu.