03.12.2009 09:08

Sjávarborg GK 60 / Sette Mari GG 59


                              1586. Sjávarborg GK 60 © mynd úr safni Emils Páls


                                  Sette Mari GG 59 © mynd Shipspotting. com

Skrokkurinn smíðaður hjá Gdynska Stozania Romotowa S.A. Gdynia, Póllandi, síðan dreginn til Akraness þar sem skrokkurinn var lengdur og yfirbyggður hjá Þorgeiri og Ellert hf. 1978. Að því loknu var lokið við smíðina hjá Slippstöðinni hf., Akureyri með smíðanr. 61, á árunum 1978-1981. Þar sem illa gekk að fá kaupanda að skpinu gekk það undir nafninu ,,Flakkarinn". Varð það að lokum afhent 30. janúar 1982. Endurbyggður Danmörku 1994, Seldur úr landi 27. ágúst 1993 til Svíþjóðar og 2007 var það selt þaðan til Finnlands.

Til stóð að Miðnes hf. í Sandgerði keypt bátinn aftur til lands sumari 1994, en ekkert varð úr því  og enn á ný var það tekið til alvarlegrar athugunar, hvað svo sem það segði til um.

Nöfn: Þórunn Hyrna EA 42, Sjávarborg GK 60, Santos GG 361, Sette Mari GG 59, Monsun GG 934 og Karelía FIN 133K.