30.11.2009 18:47

Eigið þið myndir af þessu skipi?

Maður sem var skipverji á þessu skipi er það bar nafnið Venus GK 519, hefur óskað eftir myndum til birtingar t.d. hér af þessu skipi. Eina myndin sem hann hefur við hendina er sú sem birtist hér fyrir neðan. Ef einhver þarna úti á mynd sem hann vill leyfa birtingu á hér á síðunni er hann beðinn um að senda hana á netfangið epj@epj.is, en hann verður að vera viss um að myndina megi birta.


                  977. Venus GK 519, í Leirvík 10. des. 1970 © mynd Shetland Museum

Skip þetta er smíðað í Florö í Noregi 1964 og hefur borið nöfnin: Búðaklettur GK 251, Venus GK 519, Arnarnes HF 52, Arnarnes ÍIS 400Jakob Valgeir ÍS 84 og Flosi ÍS 15