30.11.2009 16:53

Keflavík - heimahöfn Vík /Aasfjord


  1624. Keflavík, með heimahöfn í Vík, kemur í fyrsta sinn til Keflavíkur á sjómannadaginn 198? © mynd Emil Páll


    1624. Keflavík á ytri höfninni í Keflavík í fyrsta sinn © mynd Emil Páll ( ath. myndirnar eru svona óskírar vegna þess að frummyndirnar eru það litlar að mikla stækkun þurfti til og því urðu myndirnar svona óljósar)

Smíðanr. 157 hjá Svenborg Skibsværft A/S í Svenborg, Danmörku 1978. Skipið er skírt eftir kaupstaðnum Keflavík, en þaðan voru aðaleigendur fyrirtækisins, auk þess sem Saltsalan hf. var með sína aðal bækistöð í Keflavík. Til stóð að næsta skip myndi heita Njarðvík, en af því varð aldrei. Framkvæmdastjóri og einn aðaleiganda var Finnbogi Kjeld úr Innri-Njarðvík. Kom m.s. Keflavík í fyrsta sinn til hafnar hér á landi á sjómannadaginn 198? og þá til Keflavíkur. Skipið var fljótt selt innanlands og síðan erlendis til Antiqua 11. des. 1990 og þaðan 1997 til Noregs.

Nöfn: Charm, Keflavík, Írafoss og Aasfjord

Ef slegið er inn Írafoss og google kemur upp þessar myndir hér fyrir neðan og eru af blogsíðu Ólafs Ragnarssonar áhugamanns fyrir farskip, en fram kemur hjá honum á þessari gömlu bloggsíðu að skipið hafi sést í sjónvarpsþáttunum um Taggart.
      Aasfjord ex Írafoss ex Keflavík © myndir af síðu Ólafs Ragnarssonar á blog.is í gegn um Google frá því í sept. 2008