29.11.2009 21:56

John ex Rangá


                       John ex 169. Rangá, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll í maí 1978 

Smíðanr. 1095 hjá D.W. Kremer Sohn í Elmshorn, Þýskalandi 1962. Smíðasamningur undirritaður 5. maí 1961. Selt til Danmerkur 26. ágúst 1974. Selt frá Danmörk 1985, en ekki vitað hvert, aðeins nöfn skipsins eftir það og eigendur í síðustu tvö skiptin sem skipið var til.. En það brann í Perama 21. júlí 2007 og rifið í Aliga 16. ágúst 2007.

Undir nafninu John, með heimahöfn í Söby, Danmörku kom skipið nokkrum sinnum hingað til lands s.s. til Reykjavíkur a.m.k í júlí 1976 og til Keflavíkur 12. maí 1978.

Nöfn: Rangá, John, Estland, High Wind, Kostas P og Philippos K.