22.11.2009 16:20

Jóna Eðvalds í Húllinu og móts við Eldey

Skömmu fyrir kl. 15 í dag sigldi síldveiðiskipið Jóna Eðvalds SF 200 um Húllið út af Reykjanesi og tók ég þá eftirfarandi myndasyrpu, bæði með Eldey í baksýn og ekki. Var skipið á leið á síldarmiðin á Breiðafirði. Í ferðina út á Reykjanes fórum við Markús Karl Valsson báðir og er lesendum því bent á að þar sem aðdráttarlinsan hans er mun betri en mín, eru á síðu hans krusi.123.is örugglega skarpari myndir.
   2618. Jóna Eðvalds SF 200, siglir fyrir Reykjanesið, þ.e. í Húllinu og með Eldey í baksýn © myndir Emil Páll í dag 22. nóv. 2009