19.11.2009 14:16

Breyttir tímar

Ársgömul mynd sem Sigurður Bergþórsson tók af þremur bátum sem lengi þvældust um í Reykjavíkurhöfn en hafa nú allir verið teknir í slipp og fengið síðan nýtt hlutverk, sem enginn átti von á, sem betur fer. Bátarnir hétu á þeim tíma, Steinunn Finnbogadóttir SH 325, Steinunn SF 107 og Skrúður, en heita nú 245. Steinunn Finnbogadóttir RE 325, 1416. Hafursey VE 122 og 1445. Siggi Þórðar GK 197.


      Þessir þrír sem þarna lágu saman fyrir um ári síðan, bera nú eftirfarandi nöfn og eru komnir í annan rekstur, eða á leið í hann. 1445. Siggi Þórðar GK 197, 245. Steinunn Finnbogadóttir RE 325 og 1416. Hafursey VE 122 © mynd Sigurður Bergþórsson 2008