12.11.2009 21:26

Akkerið í Sandgerði

Fyrir nokkru síðan birti ég mynd á síðu Þorgeirs af akkeri sem staðsett er við hús björgunarsveitarinnar Sigurvonar í Sandgerði. Ekki vissi ég þá hvaðan akkerið var og hef reynt að grennslast fyrir um það síðan. Kom þá í ljós að Sigurður Stefánsson kafari fann það á hafsbotni á hafnarsvæði Keflavíkurhafnar og með heimild hafnaryfirvalda náði hann því upp, en ekki er vitað frá hvaða skipi það er.


                         Akkerið í Sandgerði © mynd Emil Páll 17. okt. 2009