31.10.2009 10:01

Fisherman / Hjörleifur ÁR 204


                           1441. Fisherman, í höfn í Reykjavík © mynd Emil Páll 1995


        1441. Hjörleifur ÁR 204, í höfn í Reykjavík © mynd Emil Páll 1996 eða '97

Smíðanr. 1228 hjá Ateliers et Chantiers de la Manche í Dieppe, Frakklandi 1972, Endurbættur Akureyri 1994.  Breytt í frystitogara á Spáni í apríl 1998.

Frá því að íslenskir eigendur skráðu togarann á Kýpur í júní 1992, lá hann fyrst í Reykjavík og síðan í höfn á Skagaströnd, eða þar til Unimar í Keflavík keypti hann og kom hann þá til Keflavíkur i nóv. 1993. Þar lá hann þar til hann fór til Akureyrar í endurbætur, eftir það átti hann að sigla undir rússnesku flaggi, en landa hérlendis, en af því varð ekki. Útgerðin varð fljótlega gjaldþrota og skipið lá við bryggju hérlendis undir erlenda heitinu, þar til það var skráð hérlendis í maí 1996. Meðan skipið var gert úr frá Senegal var það í eigu hérlendra aðila, en í kaupleigu hjá þarlendum aðilum. Í örfáa mánuði 1997 var skipið gert út á hlýsjávarrækju frá Gambíu í Afríku. Síðan kom skipið gert út hér eitthvað fram yfir aldamótin og fór þá aftur út og lá lengi vel í reiðuleysi í Santos í Brasilíu og ekki er vitað hvort það sé enn til eða liggi enn í Brasilíu.

Nöfn: Ben Idris SN 138, Freyja RE 38, Hjörleifur RE 211, Fisherman 6124, Fisherman, Fisherman 6124, Hjörleifur ÁR 204, Guindo Kato, aftur Hjörleifur ÁR 204, Marz HF 53 og Marz AK 80