30.10.2009 14:45

Máni II ÁR 7 - nánast nýr bátur

Nokkrir eru þeir stálbátanir sem hafa verið endurbyggður þannig að nánast er lítið sem ekkert eftir af gamla bátnum, en fátíðara er að slíkt sé gert við plastbáta. Einn slíkur verður þó sjósettur í Sandgerði eftir helgi, eftir miklar endurbætur hjá Sólplasti ehf í Sandgerði, sá bátur heitir nú Máni II ÁR 70 og er frá Eyrarbakka. Hér fyrir neðan myndir af bátnum, eins og hann lítur út í dag fyrir sjósetningu er sagt nánar frá breytingunum og síðan eru birtar myndir af bátnum er hann hafði verið tekin á land fyrir breytingarnar og að lokum kemur saga bátsins.
    1887. Máni II ÁR 7, framan við Bátasmiðjuna Sólplast ehf. í Sandgerði í dag © myndir Emil Páll 30. október 2009

Segja má að báturinn sé nánast nýr fyrir ofan slingubretti, því aðeins eru tveir fermetrar ofan við peruna eftir af gamla bátnum.
Helstu breytingar eru að báturinn hefur verið breikkaður um 80 cm. þ.e. 40 cm á hvorri hlið, nýr hvalbakur, gaflraskast, hliðarskrúfa, nýtt skorsteinshús, setu- og kaffistofa við hlið stýrishúsins, salerni í þilfarshúsi o.fl. Áður var báturinn mældur 21 tonn, en er nú eitthvað aðeins undir 30 tonnum.
   1887. Bresi AK 101, sem samkvæmt skráningu hét þó Arnþór EA 102, í Njarðvíkurslipp þar sem hann var tekin upp og fluttur síðan til Sandgerðis © myndir Emil Páll í ágúst 2008

Smíðaður hjá Mossholmens Marina í Rönnang, Svíþjóð 1987 og var einn af þremur systurskipum sem komu á svipuðum tíma hingað til lands. Lengdur 1997. Viðamiklar breytingar svo og breikkun o.fl. hjá Sólplasti ehf. í Sandgerði 2009.

Nöfn: Bresi AK 101, Arnþór EA 102 og núverandi nafn Máni II ÁR 7.