28.10.2009 00:00

Katrín BA 71 dregin til lands

Hér birtist myndasyrpa frá því er Patrekur BA 64, kom Katrínu BA 71 til hjálpar, eftir að báturinn bilaði út af Snæfellsnesi 1983, á leið inni til Reykjavíkur. Eftir þá syrpu koma tvær myndir til viðbótar og er önnur af bátnum á siglingu en hin af sama báti uppi í fjöru. Allar eru myndirnar fengnar úr Flota Patreksfjarðar.


                                491. Katrín BA 71, í togi hjá Patreki BA 64, 1983
      491. Katrín BA 71, í togi hjá Patreki BA 64, árið 1983 © myndir úr Flota Patreksfjarðar


           491. Katrín BA 71 © mynd úr Flota Patreksfjarðar, safn Sjómannadagsráðs


                491. Katrín BA 71 © mynd úr Flota Patreksfjarðar, Óli Rafn Sigurðsson

Smíðanr. 330 hjá Bátalóni hf. í Hafnarfirði 1962. Endurbyggður 1975. Hannaður af Guðmundir Lárussyni, skipasmið og var fyrsta íslenska skipið sem útbúið var með skutrennu.

Úreltur 1997. Afskráður í maí 1999. Lá við bryggju í Njarðvík frá því um vorið 1996 og þar til í nóv. 1997 að hann var fluttur til Hafnarfjarðarhafnar. Þar var hann til í júní 2000 að starfsmenn Hafnarfjarðarhafnar tóku hann á land og förguðu.

Nöfn: Gullborg  KÓ 10, Gullveig ÍS 81, Gullveig SI 11, Gullveig ÍS 54, Katrín ÍS 54, Katrín BA 71, Kristján BA 71, Enok AK 8, Enok II AK 189 og Dröfn RE 42